Í dag hófst keppni á Unglingameistaramóti Íslands þegar keppt var í skíðagöngu með frjálsri aðferð. Gengnar voru tvær vegalengdir, 12-13 ára fóru 3,5 km á meðan 14-15 ára fóru 5 km. Ræst var út með einstaklingasstarti og voru aðstæður nokkuð erfiðar en snjórinn var blautur og þungur.
Keppni í alpagreinum var frestað í dag og er því stefnt á tvöfalda keppni á morgun, í svigi og stórsvigi. Í skíðagöngu verður keppt með hefðbundinni aðferð á morgun.
Öll úrslit er hægt að sjá hér.
12-13 ára stúlkur
1. Linda Rósa Hannesdóttir - SFÍ
2. Hrefna Dís Pálsdóttir - SFÍ
12-13 ára drengir
1. Ævar Freyr Valbjörnsson - SKA
2. Hilmar Tryggvi Kristjánsson - SFS
3. Einar Árni Gíslason - SKA
14-15 ára stúlkur
1. Fanney Rún Stefánsdóttir - SKA
2. Kolfinna Íris Rúnarsdóttir - SFÍ
3. Una Salvör Gunnarsdóttir - SFÍ
14-15 ára drengir
1. Egill Bjarni Gíslason - SKA
2. Jakob Daníelsson - SFÍ