Góð keppni var á FIS-ENL móti í alpagreinum sem fram fór í Hlíðarfjalli um helgina. Keppt var í svigi á föstudegi og sunnudegi og stórsvigi á laugardegi.
Á þessu móti voru margir nýir keppendur að ná í sín fyrstu FIS stig og aðrir ungir upprennandi skíðamenn og konur að „stimpla“ sig inn á árinu. Mótið er því góður grunnur að því sem koma skal síðar í vetur.
Jón Erik Sigurðsson Fram sigraði í þeim greinum á mótinu sem hann tók þátt í og virðist í góðu formi. Elín Van Pelt sigraði í 3 greinum og varð síðan 3ja í öðru stórsviginu sem Sara Mjöll Jóhannsdóttir sigraði í.
Öll úrslit í FIS hluta mótsins er að sjá hér, en úrslit mótsins í heild sinni birtast síðar í vikunni á heimasíðu SKÍ hér í mótakerfinu.