Gígja og Snorri sannfærandi sigurvegarar með frjálsri aðferð

Kvennaflokkur
Kvennaflokkur

Keppni í skíðagöngu hélt áfram á Skíðamóti Íslands í dag þegar keppt var með frjálsri aðferð. Farnir voru 10 km hjá konum og 15 km hjá körlum en notast var við einstaklingsræsingu, einn í einu á 30 sek fresti.Frábært veður var á mótsstað og góðar aðstæður, en sumstaðar var færið þungt enda glampandi sól.

Í kvennaflokki sigraði Gígja Björnsdóttir nokkuð sannfærandi en hún var 1 mínútu og 18 sek á undan Lindu Rós Hannesdóttur sem endaði í öðru sæti. Eins og hjá Lindu í gær var þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill hjá Gígju í fullorðinsflokki. Hjá körlunum var svipuð niðurstaða, Snorri Einarsson sigraði og var sigurinn aldrei í hættu. Þeir Albert Jónsson og Dagur Benediktsson komu næstir á eftir Snorra.

Hér að neðan má sjá Íslandsmeistara í öllum flokkum.

Konur
1. Gígja Björnsdóttir - SKA
2. Linda Rós Hannesdóttir - SFÍ
3. Fanney Rún Stefánsdóttir - SKA

Karlar
1. Snorri Einarsson - Ullur
2. Albert Jónsson - SFÍ
3. Dagur Benediktsson - SFÍ

19-20 ára stúlkur
1.Fanney Rún Stefánsdóttir - SKA

19-20 ára drengir
1. Egill Bjarni Gíslason - SKA

17-18 ára stúlkur
1. Linda Rós Hannesdóttir - SFÍ

17-18 ára drengir
1. Einar Árni Gíslason - SKA
2. Ævar Freyr Valbjörnsson - SKA
3. Sveinbjörn Orri Heimisson - SFÍ

Heildarúrslit má sjá hér.