Gauti Guðmundsson með besta árangur á ferlinum í Austurríki

Landsliðsstrákarnir okkar í alpagreinum, Gauti, Jón Eriki og Tobias, tóku þátt í alþjóðlegu svigmóti í Koralpe í Austurríki í dag. 

Eftir fyrri ferðina var Jón Erik í 16. sæti, Gauti í 18. sæti en Tobias kláraði því miður ekki keppni. Í seinni ferðinni átti Gauti frábæra ferð og tók lang besta tímann og endaði í fimmta sæti og fékk 26.58 FIS punkta, sem eru hans bestu á ferlinum en Jón Erik keyrði út úr og náði ekki að ljúka keppni. 

Þess má geta að strákarnir tóku líka þátt í tveimur stórsvigsmótum á sama stað 4. febrúar og gerðu bæði Gauti og Tobias sína bestu stórsvigspunkta á ferlinum. 

Skíðasambandið óskar þeim til hamingju með frábæran árangur.