Snorri Einarsson, A-landsliðsmaður í skíðagöngu, hélt áfram þátttöku sinni í heimsbikarnum í vetur, en hún er sterkasta mótaröði í heimi. Keppni dagsins var 30 km skiptiganga þar sem byrjað er að fara 15 km með hefðbundinni aðferð og síðan 15 km með frjálsri aðferð.
Snorri Einarsson hóf leik nr. 44 og þar af leiðandi í 44.sæti yfir sterkustu keppendur mótsins útfrá heimslista. Snorri átti virkilega góðan dag og sinn besta í vetur í heimsbikaranum. Að loknum fyrri 15 km var hann kominn í 32.sæti og var 1:45.3 mínútum á eftir fyrsta keppenda. Í seinni hlutanum átti Snorri frábæra göngu og endaði að lokum í 27.sæti og einungis 1:54.3 á eftir fyrsta keppenda, þannig að seinni 15 km var hann einungis 9 sekúndúm á eftir sigurvegaranum Alexander Bolshunov frá Rússlandi.
Fyrir árangur fær Snorri 36.20 FIS stig sem eru hans bestu stig í vetur og má gera ráð fyrir því að hann færist framar á næsta heimslista. Einnig fékk Snorr 4 heimsbikarstig en einungis 30 efstu í hverju mót fá slík stig og sá sem hefur flest stig eftir veturinn er krýndur stigameistari heimsbikarsins. Einungis það að ná 30 efstu sætunum fyrir okkur Íslendinga er risa stór árangur og sýnir hversu góðir Snorri er á heimsvísu.
Heildarúrslit má sjá hér.
Á morgun fer fram sprettganga á sama stað og Snorri verður meðal þátttakenda þar. Eftir þessa helgi tekur við smá keppnisfrí og mun hann æfa fyrir Ski Tour sem hefst 15.febrúar og stendur til 23.febrúar. Þar sem ekkert heimsmeistaramót eða Vetrarólympíuleikar eru í ár var sett upp Ski Tour sem er í raun hluti af heimsbikarnum, en einungis fleiri mót á færri dögum en tíðkast venjulega. Farnar verða sex göngur á einungis níu dögum. Fyrsta keppnin fer fram í Östersund í Svíþjóð og sú síðasta í Þrándheimi í Noregi en keppnirnar á milli fara fram í Åre, Svíþjóð og Meraker í Noregi.