Heimsmeistaramótið í alpagreinum hófst formlega þann 6.febrúar og að þessu sinni fer það fram í St. Moritz í Sviss. Íslenski hópurinn kom til Sviss í gær og fyrsta keppnin fer fram á morgun en það er undankeppni í stórsvigi kvenna. Undankeppnirnar fara allar fram rétt utan við St. Moritz á svæði sem heitir Zuoz. Eins og áður hefur komið fram þurftu þær Helga María Vilhjálmsdóttir og María Guðmundsdóttir að draga sig úr keppni vegna meiðsla og því verða einungis tveir kvenn keppendur frá Íslandi sem hefja leik á morgun.
Keppendur
Andrea Björk Birkisdóttir
Freydís Halla Einarsdóttir
Fyrri ferð hefst kl.9:30 og seinni ferð kl.13:00 að staðartíma. Sviss er einum klukkutíma á undan Íslandi.
Hér má sjá ráslista en Freydís Halla ræsir númer 27 og Andrea Björk númer 41. Í heildina eru 75 keppendur skráðir til leiks en úr undankeppninni komast einungis 25 bestu áfram.
Það verður lifandi tímataka frá mótinu og hana er hægt að sjá hér.
Á meðan móti stendur og að því loknu munum við setja efni inná samfélagsmiðlana okkar og heimasíðu.