Mót í tvíkeppni, að þessu sinni hlaupaskotfimi, var í fyrsta sinn haldið hér á landi sunnudaginn 3. september sl. með 22. kalibera rifflum. Hlaupnir voru fimm 1,5 km hringir og skotið 4 sinnum 5 skotum í mark í senn eða 20 samtals. Fyrir hvert misst skot þurftu keppendur að hlaupa 70 metra refsihring til viðbótar við hvern hring.
Keppt var í aldursflokkunum 16 – 44 ára og 45 ára og eldri, karla og kvenna. Krafa til þátttöku í móti af þessu tagi er byssuleyfi eða að hafa sótt námskeið í meðferð skotvopna. Við mótun fyrirkomulag mótsins var fyrirmynd af móti sem var í Ballerup í Danmörku um helgina.
Stutt myndskeið á Facebook frá mótinu má sjá hér.
Stefnt er að því að halda fleiri mót í haust og vetur á hjólaskíðum og á skíðum líka.
Heildarúrslit mótsins eru hér:
16 - 44 ára karlar
Röð Tími Skothittni
1 Marteinn Urbancic Ísland 37:19:00 15 af 20
2 Arkadiusz Dominik Przybyla Pólland 37:35:00 13 af 20
3 Kjartan Óli Ágústsson Ísland 37:56:00 12 af 20
4 Romain Lasseur Frakkland 41:01:00 12 af 20
5 Einar Óskarsson Ísland 42:08:00 13 af 20
6 Daði Jónsson Ísland 44:22:00 18 af 20
7 Pétur Óli Ágústsson Ísland 44:33:00 10 af 20
8 Björn Lúkas Haraldsson Ísland 46:32:00 16 af 20
9 Thejus B. Venkatesh Indland 46:38:00 4 af 20
10 Andri Sveinsson Ísland 47:18:00 6 af 20
11 Erik Maher Bandaríkin 54:47:00 8 af 20
16 - 44 ára konur
1 Ewa Przybyla Pólland 45:46:00 12 af 20
2 Heiður Hrund Jónsdóttir Ísland 47:48:00 12 af 20
3 Clémence Colmant-Larat Frakkland 53:04:00 9 af 20
4 Ásta Andrésdóttir Ísland 57:07:00 10 af 20
45 ára og eldri karlar
36 Guðmundur Tryggvi Ólafsson Ísland 39:24:00 18 af 20
37 Ólafur Elínarson Ísland 44:45:00 11 af 20