Í dag fóru fram fyrstu keppnir á Ólympíuleikum ungmenna. Í alpagreinum var keppt í risasvigi og í skíðagöngu fór fram göngukross. Aðstæður til mótahalds var með eindæmum gott.
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir keppti í risasviginu og endaði í 26.sæti og gerði 113.28 FIS punkta sem er bæting á heimslista. Heildarúrslit má sjá hér.
Dagur keppti í göngukrossi sem er ný keppnisgrein en hann endaði í 42.sæti og gerði 364.90 FIS punkta. Í göngukrossi er brautin stutt og skíðað er með frjálsri aðferð. Greinin er frábrugðin sprettgöngu að því leiti að brautin reynir á tæknilega með brekkum, knöppum beygjum og pöllum sem stokkið er framaf. Í upphafi er tímataka þar sem þeir 30 hröðustu komast áfram í þrjá milliriðla - tíu keppendur fá svo sæti í úrslitunum. Heildarúrslit má sjá hér.
Hér er hægt að sjá upptöku frá skíðagöngu en á YouTube rás Ólympíuleikana er hægt að sjá mikið efni frá mótinu.