Unglingameistaramót Íslands var formlega sett í gær á setningu sem fór fram í Akureyrarkirkju.
Í dag var fyrsti keppnisdagur og var keppt í skíðagöngu og snjóbrettum en í keppni í alpagreinum var frestað vegna veðurs og aðstæðna. Sterkur suðvestan vindur var í allan dag og var hún sérstaklega sterk í morgun en þetta er mjög óhagstæð átt í Hlíðarfjalli. Í skíðagöngu fór fram ganga með hefðbundinni aðferð en þar gengu 12-13 ára 3,5km og 14-15 ára gengu 5km. Á snjóbrettum var keppt í bæði brettastíl og brettakrossi, en snjóbrettin eru að taka þátt á UMÍ í fyrsta skipti. Almennt gekk það mótahald sem fór fram vel þrátt fyrir vindinn.
Þar sem keppni í snjóbrettum var sú síðasta í vetur í bikarkeppni SKÍ voru veitt verðlaun fyrir bikarmeistara á snjóbrettum.
Bikarmeistarar á snjóbrettum 2016
12-13 ára stúlkur: Lilja Rós Steinsdóttir SKA
12-13 ára drengir: Baldur Vilhelmsson SKA
14-15 ára stúlkur: Ísabella Kristjánsdóttir BFF
14-15 ára drengir: Tómas Orri Árnason