Í dag hófst keppni á HM unglinga í skíðagöngu sem fer fram í Lahti í Finnlandi. Í raun er um tvö mót að ræða á sama tíma og sama stað. Annars vegar HM unglinga sem er fyrir 17-20 ára og HM U23 sem er fyrir 21-23 ára. SKÍ sendir fjóra keppendur á HM U23 mótið og einn keppanda á HM unglinga.
Keppt var í sprettgöngu í dag hjá HM unglinga hópnum. Sigurður Arnar Hannesson er eini keppandinn í yngri hópnum og tók hann þátt í undanrásunum, en farnir voru 1,6 km með hefðbundinni aðferð. Sigurður Arnar gerði fínasta mót og endaði í 84.sæti. Hann fék 314.37 FIS stig sem er bæting á heimslista og er þetta næst besta sprettgöngu mót sem hann hefur gert erlendis á ferlinum. Heildarúrslit er hægt að sjá hér.
Á morgun fer fram sprettganga hjá HM U23 hópnum en þar verða fjórir íslenskir keppendur. Keppni í undanrásum hefjast kl.10:00 í fyrramálið á íslenskum tíma.
Hér verður hægt að finna öll úrslit frá mótinu sem og lifandi tímatökur. Á heimasíðu mótshaldara má svo finna ýmar góðar upplýsingar.
Hægt er að kaupa aðgang að beinni útsendingu á netinu frá mótinu. Hægt er að nálgast upplýsingar um það hér.