Fyrsta FIS mótið á snjóbrettum

Síðustu helgi fór fram fyrsta bikarmót vetrarins á snjóbrettum sem á sama tíma var fyrsta alþjóðlega FIS snjóbrettamótið á Íslandi. Brettafélag Fjarðarbyggðar sá um framkvæmd mótsins á skíðasvæði sínu í Oddskarði. Til stóð að halda tvö brettastíls (slopestyle) mót en slæmt veður á laugardeginum gerði það að verkum að ekki var hægt að keppa þann daginn. Mikið snjóaði á laugardeginum og fór því mikil vinna hjá brettafélaginu með aðstoð þjálfara á svæðinu í að koma brautinni í stand fyrir sunnudaginn. Eftir góðan undirbúning gekk keppni sunnudagsins afar vel.

Brettastíll (Slopestyle) 4. mars

Konur
1.sæti Vildís Edwinsdóttir - BFH
2.sæti Lilja Rós Steinsdóttir - SKA
3.sæti Monika Rós Martin - BFH

Karlar
1.sæti Aron Snorri Davíðsson - BFH
2.sæti Birkir Þór Arason - SKA
3.sæti Bjarki Arnarsson - SKA

Öll úrslit má nálgast hér.
Búið er að reikna bikarstig, þau má skoða hér.