Fróði lenti í leiðinlegu atviki í sprettgöngunni á HM í Þrándheimi

Landsliðsmaðurinn okkar Fróði Hymer lenti í óvenjulegu og leiðinilegu atviki í sprettgöngunni í morgun.

Þegar hann ætlaði að taka skíðin sín og gera sig kláran fyrir startið þá voru skíðin hvergi sjáanleg. Fróði labbaði um allt svæðið í leit af skíðunum án árangurs, en tekur síðan eftir því að einn keppandi frá Kína sem hafði rásnúmer á undan honum er á ráslínunni á keppniskíðunum hans. Fróði dó ekki ráðalaus og tók skíði kínverjans og keppti á þeim. Þetta hafði vissulega áhrif á Fróða því mikið stress skapaðist og mjög óþægilegt að vera tilbúin bara nokkrum sekúndum áður en maður á að starta.

Kínverjinn sem heitir Wuerkaixi Kuerbanjiang var dæmur úr keppni fyrir að hafa tekið skíði frá öðrum keppanda. 

Sjá úrslit hér