B-landsliðsmaðurinn okkar í skíðagöngu, Fróði Hymer, byrjaði keppnistímabilið vel þegar hann tók þátt í alþjóðlegum mótum í skíðagöngu í Bruksvallarna í Svíþjóð um helgina.
Fróði tók þátt í 10 km hefðbundinni göngu á laugardaginn þar sem hann endaði í 16. sæti af 107 sem kláruðu. En í dag sunnudag gerði hann gott betur og átti frábæra göngu þegar hann keppti í 10 km með frjálsri aðferð sem skilaði honum sterku 4. sæti af 89 sem káruðu og bestu FIS stigum á ferlinum. Mótin eru gríðarlega sterk og má þetta því teljast virkilega góður árangur hjá Fróða sem er 19 ára og keppir því í unglingaflokki. Fróði er búsettur ásamt fjölskyldu sinni í Noregi en keppir fyrir Skíðagöngufélagið Ull. Þetta lofar góðu með framhaldið hjá okkar manni og verður spennandi að fylgjast með honum í vetur.
Sjá úrslit hér: Junior Bruksvallarna (SWE)
Aðspurður sagðist Fróðis hafa átt geggjaða göngu í dag og var sáttur með að byrja keppnistímabilið svona vel.
SKÍ óskar honum til hamingju með frábæran árangur.
Fleiri íslendingar tóku þátt í mótunum í Bruksvallarna og þar á meðal A-landsliðsmaðurinn okkar Dagur Benediktsson sem átti mjög sterka göngu í dag.
Sjá úrslit hér: FIS Bruksvallarna (SWE)