Fróði Hymer í topp formi á Heimsmeistaramóti unglinga

Fróði Hymer landsliðsmaður úr skíðagöngufélaginu Ulli náði besta árangri Íslendings frá upphafi á Heimsmeistaramóti unglinga á Ítalíu og náði þar með að toppa árangurinn sem hann náði í 20 km göngu fyrir tveimur dögum.

Lokagreinin hjá strákunum var í dag þegar þeir tóku þátt í 10 km göngu með frjálsri aðferð. Fróði átti mjög góða göngu og kom sterkur inn i lokin og endaði í 26. sæti af yfir 100 keppendum. Það er gaman að sjá að allur undirbúningurinn og æfingarnar séu að skila sér á réttum tíma. 

Ástmar Helgi átti líka fína göngu og endaði í 70. sæti, sem og Grétar Smári sem endaði í 73. sæti.

Strákarnir sem halda heim á leið á morgun voru sáttir með árangurinn. 

Úrslit hér

Upptaka af mótinu

Skíðasambandið óskar Fróða innilega til hamingju með glæsilegan árangur.