Freydís tvisvar í verðlaunasæti í Bandaríkjunum

Freydís Halla Einarsdóttir
Freydís Halla Einarsdóttir

Í gær keppti Freydís Halla Einarsdóttir, A-landsliðskona í alpagreinum, á tveimur svigmótum í New Hampshire fylki í Bandaríkjunum. Freydís Halla endaði í 3.sæti í báðum mótum en um 130 konur voru skráðar til leiks í bæði mót.

Fyrir mótin fékk hún 43.37 og 43.70 FIS stig sem er þó aðeins frá hennar punktastöðu á heimslista.

Úrslit úr báðum mótum má sjá hér.

Fyrra mót:

Sæti Nafn Árgerð Þjóðerni Fyrri Seinni Samanlagt Mismunur FIS stig
1. Zimmerman Zoe 2002 USA 43.79 44.35 1:28.14   35.09
2. Decker Cecily 1998 USA 44.46 43.81 1:28.18 +0.13 36.17
3. Einarsdottir Freydis Halla 1994 ISL 44.53 44.61 1:29.14 +1.00 43.37


Seinna mót:

Sæti Nafn Árgerð Þjóðerni Fyrri Seinni Samanlagt Mismunur FIS stig
1. Decker Cecily 1998 USA 46.15 49.56 1:35.71   35.69
2. Haskell Mardene 1994 USA 47.05 49.28 1:36.33 +0.62 40.42
3. Einarsdottir Freydis Halla 1994 ISL 46.70 50.06 1:36.76 +1.05 43.70