Eftir erfiða byrjun á mótahaldi í alpagreinum á Skíðamóti Íslands náðist loksins að hefja keppni í morgun. Upphaflega átti að keppa í stórsvigi í morgun en ákveðið var að breyta yfir í svig útaf þokubakka sem lá yfir Skálafelli. Aðstæður voru nokkuð góð, brekkan hörð og skyggni batnaði þegar leið á.
Í kvennaflokki var boðið uppá hörku spennandi mót. Eftir fyrri ferðina var María Guðmundsdóttir í fyrsta sæti með nokkuð þægilegt forskot, eða 1,22 sekúndur á Freydísi Höllu Einarsdóttur sem kom næst. Í seinni ferðinni átti Freydís hinsvegar gríðarlega góða ferð og leiddi með 6,03 sekúndum á næstu konu. María átti ekki nægilega góða seinniferð og tapaði niður forskotinu til Freydísar og endaði 78/100 á eftir henni. Bæði Freydís og María hafa staðið sig gríðarlega vel á mótum í vetur en þær stundar báðar háskólanám í Bandaríkjunum.
Úrslit kvenna
1. Freydís Halla Einarsdóttir
2. María Guðmundsdóttir
3. Erla Ásgeirsdóttir
Öll úrslit úr kvennaflokknum má sjá hér.
Í karlaflokki sigraði Sturla Snær Snorrason en hann hafði betur gegn Einari Kristini Kristgeirssyni sem hafði orðið Íslandsmeistari í svigi síðustu þrjú ár. Eftir fyrri ferðina var Sturla með 43/100 úr sekúndu í forskot og eftir þá síðari varð munurinn 1,98 sekúnda. Er þetta fyrsti Íslandsmeistaratitill hjá Sturlu í fullorðinsflokki.
Úrslit karla
1. Sturla Snær Snorrason
2. Einar Kristinn Kristgeirsson
3. Kristinn Logi Auðunsson
Öll úrslit úr karlaflokknum má sjá hér.