Freydís Halla Einarsdóttir og Sturla Snær Snorrason héldu áfram að ná flottum árangri í FIS mótum erlendis um helgina.
Freydís Halla keppti á FIS móti í Okemo í Vermont fylki í Bandaríkjunum á laugardag og náði þar 5. sæti af 104 keppendum og hlaut fyrir það 38.11 FIS stig. Úrslitin úr mótinu má sjá hér.
Sturla keppti á FIS móti í Sudelfed í Þýskalandi á sunnudag og náði þar 7. sæti af 74 keppendum og hlaut fyrir það 38.13 FIS stig.
Úrslitin úr mótinu má sjá hér.