Freydís Halla Einarsdóttir keppti á sínum fyrstu mótum í Norður-Ameríku bikar um helgina og skoraði einnig sín fyrstu stig í keppninni. Í hverri heimsálfu er bikarkeppni og má segja að það sé svokölluð B keppni á eftir heimsbikar. Eins og nafnið, Norður-Ameríku bikar, gefur til kynna er þetta keppni sem fer fram í Bandaríkjunum og Kanada. Í Norður-Ameríku bikaranum komast einungis 60 bestu í seinni ferðina og 30 bestu fá stig inní keppnina.
Freydís keppti á tveimur stórsvigmótum og tveimur svigmótum. Öll mótin fóru fram í Kanada en stórsvigsmótin fóru fram í Mont Garceau en svigmótin í Tremblant.
Um helgina fóru fram svigmótin og í dag gerði Freydís Halla sér lítið fyrir og endaði í 14.sæti og fær fyrir vikið 18 stig í svigkeppni Norður-Ameríku bikarsins. Hún var í 21.sæti eftir fyrri ferðina en átti 14. besta tíman í þeirri seinni og endaði því í 14.sætinu. Það voru 112 konur sem hófu keppni á mótinu í dag en eins og áður segir voru einungis 60 bestu þeirra sem fóru seinni ferðina, en að lokum voru 51 keppandi sem kláraði keppni í dag. Í gær keppti hún einnig í svigi en náði ekki að klára fyrri ferðina.
Fyrir helgi keppti Freydís í tveimur stórsvigsmótum en í því fyrra endaði hún í 28.sæti og fékk fyrir það 3 stig í stórsvigskeppni Norður-Ameríku bikarsins. Fyrir það mót fékk hún 51.34 FIS en það er hennar næst besta mót í vetur og mun því bæta punktastöðuna hennar á heimslistanum í stórsvigi. Á seinna mótinu endaði Freydís í 37.sæti.
Freydís er búinn að standa sig gríðarlega vel það sem af er vetri, hún hefur verið fjórum sinnum á verðlaunapalli, bætt FIS punkta sína í bæði svigi og stórsvigi og skorað stig í Norður-Ameríku bikar í svigi og stórsvigi.
Hér má sjá úrslit úr stórsvigsmótunum og hér úr svigmótunum. Hér að neðan má svo sjá úrslit í dag.
Rank | Bib | Name | Team | Club | Class | Result 1 | Result 2 | Combined |
1 | 19 |
TILLEY,Alexandra
|
GBR
|
SR
|
54.31 (1)
|
54.47 (1)
|
1:48.78
|
|
2 | 7 |
ST-GERMAIN,Laurence
|
CAN
|
SR
|
54.35 (2)
|
55.00 (3)
|
1:49.35
|
|
3 | 3 |
LAPANJA,Lila
|
USA
|
SR
|
54.85 (4)
|
55.21 (4)
|
1:50.06
|
|
4 | 20 |
MCJAMES,Megan
|
USA
|
SR
|
56.24 (9)
|
54.68 (2)
|
1:50.92
|
|
5 | 4 |
HAUGEN,Kristine Gjelsten
|
NOR
|
SR
|
55.06 (5)
|
55.96 (7)
|
1:51.02
|
|
6 | 13 |
DLOUHY,Alexa
|
CAN
|
U21
|
55.50 (6)
|
55.79 (5)
|
1:51.29
|
|
7 | 11 |
SMART,Amelia
|
CAN
|
U19
|
56.23 (8)
|
56.15 (8)
|
1:52.38
|
|
8 | 6 |
FLECKENSTEIN,Stefanie
|
CAN
|
U19
|
55.78 (7)
|
57.06 (18)
|
1:52.84
|
|
9 | 10 |
GRENIER,Valerie
|
CAN
|
U21
|
57.07 (11)
|
55.86 (6)
|
1:52.93
|
|
10 | 17 |
CRAWFORD,Candace
|
CAN
|
SR
|
57.66 (14)
|
56.19 (9)
|
1:53.85
|
|
11 | 59 |
SYMONS,Jennie
|
USA
|
U18
|
57.74 (16)
|
56.27 (10)
|
1:54.01
|
|
12 | 43 |
HUOT,Laurence
|
CAN
|
U19
|
58.17 (23)
|
56.49 (12)
|
1:54.66
|
|
13 | 16 |
LYCHE,Benedicte Oseid
|
NOR
|
SR
|
57.53 (13)
|
57.15 (21)
|
1:54.68
|
|
14 | 32 |
EINARSDOTTIR,Freydis Halla
|
ISL
|
SR
|
58.11 (21)
|
56.71 (14)
|
1:54.82
|
|
15 | 26 |
TESCHNER,Randa
|
CAN
|
SR
|
58.11 (21)
|
56.92 (16)
|
1:55.03
|