Í dag lauk undankeppni kvenna í stórsvigi en keppnin fór fram í Zuoz rétt utan við St. Moritz. Tveir íslenskir keppendur tóku þátt, þær Andrea Björk Birkisdóttir og Freydís Halla Einarsdóttir. Einungis komust áfram 25 bestu keppendurnir að loknum báðum ferðum.
Freydís Halla átti frábært mót, hóf leik nr.27 og var í 11.sæti eftir fyrri ferðina. Hún gerði ennþá betur í þeirri seinni og endaði að lokum í 9.sæti og tryggði sér því sæti í aðalkeppninni. Hún lét ekki nægja að tryggja sér þátttökuréttinn í aðalkeppninni heldur gerði hún einnig bestu FIS punkta sína á ferlinum í stórsvigi, 31.15 FIS punkta.
Andrea Björk ræsti nr. 41 og þurfti því að eiga tvær topp ferðir til þess að ná í aðalkeppnina. Eftir fyrri ferðina var hún í 31.sæti og því einu sæti frá því að ná í viðsnúning, en 30 fyrstu fara í öfugri röð í seinni ferð. Seinni ferðin var svipuð og sú fyrri og að lokum endaði Andrea Björk í 30.sæti. Fyrir mótið fékk hún 89.07 FIS punkta sem er aðeins frá hennar heimslistastöðu.
Aðalkeppni kvenna í stórsvigi fer fram fimmtudaginn 16.febrúar og á sama tíma er undakeppni karla í stórsvigi. Næstu tvo daga mun hópurinn því æfa í St. Moritz.
Heildarúrslit úr mótinu má sjá hér.
Rank | Bib | FIS Code | Name | Year | Nation | Run 1 | Run 2 | Total Time | Diff. | FIS Points |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | 9 | 665009 | SHKANOVA Maria | 1989 | BLR | 58.86 | 1:00.92 | 1:59.78 | 20.02 | |
2 | 6 | 555018 | GASUNA Lelde | 1990 | LAT | 59.05 | 1:00.83 | 1:59.88 | +0.10 | 20.84 |
3 | 5 | 536481 | SCHLEPER Sarah | 1979 | MEX | 59.34 | 1:00.78 | 2:00.12 | +0.34 | 22.80 |
4 | 16 | 385101 | ZBASNIK Lana | 1999 | CRO | 1:00.27 | 1:00.03 | 2:00.30 | +0.52 | 24.27 |
5 | 4 | 185411 | LUUKKO Nea | 1996 | FIN | 59.79 | 1:00.79 | 2:00.58 | +0.80 | 26.57 |
6 | 17 | 385106 | STIMAC Ida | 2000 | CRO | 59.88 | 1:01.04 | 2:00.92 | +1.14 | 29.35 |
7 | 25 | 415206 | GRIGG Eliza | 1996 | NZL | 1:00.42 | 1:00.56 | 2:00.98 | +1.20 | 29.84 |
8 | 11 | 155763 | LEDECKA Ester | 1995 | CZE | 59.89 | 1:01.12 | 2:01.01 | +1.23 | 30.08 |
9 | 27 | 255357 | EINARSDOTTIR Freydis Halla | 1994 | ISL | 1:00.24 | 1:00.90 | 2:01.14 | +1.36 | 31.15 |
10 | 19 | 485749 | PROKOPYEVA Aleksandra | 1994 | RUS | 1:00.36 | 1:00.79 | 2:01.15 | +1.37 | 31.23 |
30 | 41 | 255403 | BIRKISDOTTIR Andrea Bjork | 1998 | ISL | 1:04.51 | 1:03.71 | 2:08.22 | +8.44 | 89.07 |