Undanfarið hefur landsliðsfólkið okkar í alpagreinum verið við keppni víðsvegar um heiminn á alþjóðlegum mótum.
Oppdal, Noregi - Alþjóðlegt FIS mót
Í dag var síðasti keppnisdagurinn í fjögurra daga mótaseríu í Oppdal. Andrea Björk Birkisdóttir endaði í 17.sæti í svigi dagsins. Helga María Vilhjálmsdóttir og Sturla Snær Snorrason náðu hvorug að klára seinni ferð.
Úrslit frá Oppdal má sjá hér.
Stowe Mountain Resort, Bandaríkin - Alþjóðlegt FIS háskólamót
Á föstudag og laugardag keppti Freydís Halla Einarsdóttir á tveimur FIS háskólamótum. Á föstudag endaði Freydís Halla í 5.sæti í stórsvigi og fékk 41.32 FIS punkta, en það eru hennar næst bestu FIS punktar á ferlinum. Á laugardag keppti Freydís svo á svigmóti en gerði ógilt í seinni ferð og var því dæmd úr leik.
Úrslit frá Stowe Mountain Resoirt má sjá hér.
Vail Mountain, Bandaríkin - Norður Ameríku bikar
Magnús Finnsson og Kristinn Logi Auðunsson kepptu á tveimur svigmótum í Vail í Bandaríkjunum. Á föstudag komst Magnús Finnsson í seinni ferðina en einungis 60 bestu komast í hana. Magnús endaði að lokum í 40.sæti en Kristinn Logi Auðunsson komst ekki í seinni ferð. Á laugardag komst Kristinn Logi ekki heldur í seinni ferðina og Magnús náði ekki að klára fyrri ferð. Voru þessi mót liður í undirbúningi þeirra fyrir HM í alpagreinum.
Úrslit frá Vail má sjá hér.
Framundan er lokaundirbúningur fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í St. Moritz í Sviss. Mótið hefst formlega á morgun með fyrstu brunæfingunum en á fyrri hluta mótsins er keppt í hraðagreinum. Íslensku keppendurnir fara til St. Moritz 11.febrúar og mun taka þátt í svigi og stórsvigi.
Egill Ingi Jónsson, landsliðsþjálfari í alpagreinum, mun fara með hluta af HM hópnum til Garmisch Partenkirchen í Þýskalandi til æfinga og keppni. Æft verður 7.-10.febrúar og keppt á einu svigmóti 11.febrúar. Helga María Vilhjálmsdóttir mun taka þátt í evrópubikar 9.-10.febrúar í Bad Wiessee í Þýskalandi en keppt verður á tveimur svigmótum.