Sveitarfélaginu Skagafjörður, Fisk Seafood og Kaupfélagi Skagfirðinga var veitt sérstök viðurkenning SKÍ fyrir framlag þeirra til uppbyggingar og reksturs skíðasvæðisins í Tindastóli.
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur staðið undir rekstri skíðasvæðisins frá upphafi. Sveitarfélagið er heilsueflandi samfélag og er frábært að sjá að lítið sveitarfélag sjái sér fært að bjóða upp á þau forréttindi að heimamenn geta nýtt þessa frábæru aðstöðu til skíðaiðkenda yfir vetrartímann. Sveitarfélagið kom að því að reisa efri lyftu svæðisins sem að gjörbreytti Skíðasvæðinu. Einnig keypti sveitarfélagið nýjan troðara árið 2020 sem að hefur verið bylting fyrir svæðið. Það er gaman að sjá að sveitarfélagið leggur mikla áherslu á að fjölskyldur og æfingar lið geti notið sín í brekkum Tindastóls.
Fisk Seafood hefur styrkt skíðasvæðið vel frá upphafi. Með hefur lagt skíðasvæðinu stuðing beint og óbeint. Þeir hafi einnig staðið þétt við bak deildarinnar og til að nefna eitthvað þá keyptu þeir úlpur á alla iðkendur deildarinnar síðast 2021 og 2017. Þeir hafa einnig styrkt keppendur til að fara út að keppa á vegum skíðasambandsins og án þeirra væri skíðasvæðið ekki á þeim stað í dag sem það er nú.
Kaupfélag Skagfirðinga hefur komið að uppbyggingu skíðasvæðisins frá upphafi. Til að nefna hjálpuðu þeir skíðadeildinni við kaup á "töfrateppi" sem hefur reynst ungum og byrjendum einstaklega vel. Þetta hefur hjálpað okkur að taka á móti nýjum iðkendum sem og hjálpa skólakrökkum að taka sín fyrstu skref á skíðum. Kaupfélagið hefur staðið þétt við bakið á okkur síðan skíðalyftan var reist og værum við ekki hér í dag án þeirra framlags til svæðisins.