Alpagreinanefnd Skíðasambands Íslands er sönn ánægja að bjóða til fræðslufundar, sem verður haldinn í húsakynnum ÍSÍ þann 4. nóvember. Tilgangur fundarins er að auka hæfni þjálfara sem fagaðila og bæta við þekkingu um efni sem getur nýst í þjálfun barna og unglinga. Það er ósk okkar að fræðslufundurinn verði góður vettvangur fyrir þjálfara til að hittast, bera saman bækur sínar og að efla tengslanetið. Aðgangur er ókeypis.
Dagskrá:
- 10:00 - 10:10 Móttaka og fundarstjóri setur fundinn: Snorri Páll Guðbjörnsson - formaður alpagreinanefndar
- 10:10 - 11:00 Í undirbúningi felst árangur: Egill Ingi Jónsson - landsliðsþjálfari alpagreina
- 11:00 - 12:00 Umræður undir stjórn fundarstjóra:
- Eitt eða tvö pör? Stórsvigsskíði fyrir yngri keppendur.
- Notkun stubba í keppni hjá yngri flokkum.
- Val á skíðaskóm fyrir keppendur.
- 12:00 - 12:45 Sameiginlegur hádegisverður á Café Easy í boði SKÍ
- 12:45 - 14:15 Nýtt kennslukerfi SKÍ kynnt, Þjálfari 1 og Þjálfari 2: Skype kynning frá Stephen Helfenbein og Sigurgeiri Halldórsyni
- 14:15 - 14:45 Þjálfarabúnaður kynntur frá Sportvík: Snjólaug Jónsdóttir
- 14:45 - 15:00 Kaffi hlé
- 15:00 - 16:00 Jákvæð samskipti í íþróttaþjálfun ungmenna: Pálmar Ragnarson, Sálfræðingur og körfuboltaþjálfari
Skráning er til og með sunnudeginum 29.október 2017 á netfangið sigurgeir@ski.is.