Frábær árangur hjá snjóbrettaliðinu í Austurríki

Egill Gunnar, Marino og Baldur með verðlaun dagsins
Egill Gunnar, Marino og Baldur með verðlaun dagsins

Í dag keppti landsliðshópurinn á slopestyle móti á Zillertal Arena í Austurríki. Mótið átti upphaflega að fara fram á morgun en vegna veðurspár var ákveðið að flýta mótinu. Það má með sanni segja að strákarnir hafi staðið sig virkilega vel en tveir þeirra enduðu á verðlaunapalli. Baldur Vilhelmsson sigraði sinn flokk og Egill Gunnar Kristjánsson endaði í 3.sæti í sínum flokki. Auk þess fékk Marino Kristjánsson verðlaun fyrir besta trikkið.

Karlaflokkur
3.sæti - Egill Gunnar Kristjánsson
8.sæti - Aron Snorri Davíðsson

Rookie strákar
1.sæti - Baldur Vilhelmsson
5.sæti - Marino Kristjánsson
6.sæti - Bjarki Arnarsson
9.sæti - Reynir Birgisson

Groms strákar
4.sæti - Benni Friðbjörnsson

Hópurinn heldur heim á mánudag eftir vel heppnaða æfinga- og keppnisferð.

Öll úrslit má sjá hér.