Fyrsta Evrópubikarmót vetrarins á snjóbrettum fór fram í dag. Mótið er haldið í SnowWorld skíðahúsinu í Landgraaf í Hollandi. Líkt og á FIS mótinu í gær tóku allir sex íslensku landsliðsmennirnir þátt og fyrirkomulagið var slopestyle.
Sama fyrirkomulag var í dag eins og á FIS mótinu í gær. Fjórir undanriðlar þar sem fjórir bestu fóru áfram í úrslit, samtals 16 keppendur. Marinó Kristjánsson átti mjög góða ferð í undanriðlinum og náði að vera í efstu fjórum sætinum og komst því í úrslit. Í úrslitinum átti hann góða ferð á railum en náði ekki að fylgja því eftir á pöllunum. Að lokum endaði hann í 13.sæti á sterku Evrópubikarmóti. Þess má geta að Evrópubikarmótaröðin er sú næst sterkasta í heimi innan FIS.
Hinir íslensku keppendurnir voru nokkuð frá því að komast í úrslitin en þeir röðuðu sér í sæti 40 til 61. Alls tóku 72 keppendur þátt í dag.
Eins og áður segir eru þetta fyrstu Evrópubikarmót vetrarins og landsliðið okkar að taka þátt í fyrsta sinn. Að eiga keppenda í efstu 15 sætunum er frábær árangur og vonandi halda strákarnir á sömu braut. Farið verður á tvö önnur mót á mótaröðinni í vetur. Í lok janúar verður farið til Font Romeu í Frakklandi og í mars til Laax í Sviss.
Hér má sjá öll úrslit frá mótinu.
Sæti | Nafn | Árgerð | Þjóð | Rail | Pallar | Samtals | FIS stig |
1. | BASTIAANSEN Erik | 1998 | NED | 90,00 | 91,50 | 90,75 | 160.00 |
2. | FRIJNS Joewen | 1998 | BEL | 81,00 | 88,50 | 84,75 | 128.00 |
3. | VERMAAT Sam | 2005 | NED | 82,50 | 86,50 | 84,50 | 96.00 |
4. | WOLF Casper | 2001 | NED | 74,50 | 88,50 | 81,50 | 80.00 |
5. | FRICZ Botond Istvan | 2000 | HUN | 81,50 | 78,00 | 79,75 | 72.00 |
6. | KOENEN Fynn | 2001 | GER | 67,50 | 88,50 | 78,00 | 64.00 |
7. | CASTRO Jaime | 2000 | ESP | 85,00 | 69,50 | 77,25 | 57.60 |
8. | FRAMARIN Leo | 2001 | ITA | 68,50 | 85,00 | 76,75 | 51.20 |
9. | ECKHOFF Mathias | 1999 | NOR | 76,00 | 77,00 | 76,50 | 46.40 |
10. | BERGMAN Joonas | 2000 | FIN | 72,50 | 73,50 | 73,00 | 41.60 |
11. | PEETERS Lorenzo | 1994 | BEL | 77,00 | 68,00 | 72,50 | 38.40 |
12. | MCDERMOTT Eli | 2002 | USA | 71,00 | 66,50 | 68,75 | 35.20 |
13. | KRISTJANSSON Marino | 2000 | ISL | 78,50 | 52,50 | 65,50 | 32.00 |
14. | GAUGER Wendelin | 2000 | SUI | 58,00 | 65,00 | 61,50 | 28.80 |
15. | GYOSHARKOV Petar | 1996 | BUL | 63,50 | 45,00 | 54,25 | 25.60 |
16. | JAROS Samuel | 2001 | SVK | 46,00 | 30,00 | 38,00 | 24.00 |
40. | VILHELMSSON Baldur | 2000 | ISL | - | - | - | 2.96 |
47. | ARNASON Tomas Orri | 2001 | ISL | - | - | - | 2.62 |
48. | DAVIDSSON Aron Snorri | 1999 | ISL | - | - | - | 2.58 |
59. | FRIDBJORNSSON Benedikt | 2004 | ISL | - | - | - | 2.05 |
61. | KRISTJANSSON Egill Gunnar | 1999 | ISL | - | - | - | 1.95 |