Fjarðargangann var haldin laugardaginn 24. febrúar á Ólafsfirði. Gangan er hluti af mótaröð Íslandsgöngunnar. Aðstæður voru mjög góðar, 7 stiga hiti, léttskíað og nánast logn. Gengið var á Skeggjabrekkudal og var hægt að velja á milli 2 km, 5 km, 10 km og 20 km göngu. Þáttakendur voru 63 talsins og hafa ekki verið fleiri í þó nokkur ár.
Úrslit Fjarðargöngunnar má sjá hér. Öll úrslit vetrarins má sjá hér.
Næsta ganga í Íslandsgöngumótaröðinni er Strandagangan 10. mars. Nánari upplýsingar um Íslandsgönguna má finna hér.