Undanfarna daga hafa FIS æfingabúðir fyrir skíðagöngufólk farið fram á Ítalíu. Fyrir tveimur árum tók SKÍ þátt í fyrsta skipti í sambærilegu prógrami en þetta er hluti af þróunarstarfi FIS fyrir litlu þjóðirnar. FIS býður tveimur iðkendum sem eru 20 ára og yngri ásamt þjálfara frá hverju landi. Æfingabúðirnar fara fram í Val di Fiemme en þar eru frábærar aðstæður til æfinga. Um 15 þjóðir taka þátt en æfingabúðirnar stóðu yfir frá 2.-12.september og lauk því formlega í dag. Þjálfarar frá FIS sáu um æfingarnar en allar þjóðir þurftu einnig að senda þjálfara með, er það hugsað sem námskeið fyrir þjálfarana í leiðinni.
Um er að ræða sumaræfingar og því ekkert farið á snjó. Mikið er hlaupið, farið á styrktaræfingar og svo auðvitað á hjólaskíði. Lagt er áherslu á undirbúning fyrir veturinn og að byggja upp þrek, styrk og tækni hjá þátttakendum. Á hverju kvöldi eru svo þjálfarafundir þar sem farið er yfir daginn og prógram morgundagsins.
Þátttakendur frá Íslandi koma allir frá Skíðafélagi Ísfirðinga:
Anna María Daníelsdóttir - Iðkandi
Sigurður Arnar Hannesson - Iðkandi
Tormod Vatten - Þjálfari
Anna María tók þátt í hjólaskíðamóti síðasta laugardag og endaði í 18.sæti. Keppt var með með frjálsri aðferð og farnir 7,5 km. Úrslit út mótinu má sjá hér.
Hér að neðan er hægt að sjá nokkrar myndir úr ferðinni.