Um þessar mundir eru þrír Íslenskir skíðagöngumenn í æfingabúðum á vegum FIS á Ítalíu. Þessar æfingabúðir eru nýjar fyrir okkur í SKÍ en þetta er hluti af þróunarstarfi FIS fyrir litlu þjóðirnar. FIS býður tveimur keppendum, af sitt hvoru kyni, á aldrinum 16-20 ára ásamt þjálfara. Æfingabúðirnar fara fram í Val di Fiemme í ár og eru mjög góðar aðstæður þar þrátt fyrir takmarkaðan snjó. Um 15 þjóðir taka þátt en æfingabúðirnar standa yfir frá 5.-15.desember. Þjálfarar frá FIS eru á staðanum og sjá um æfingarnar en allar þjóðir þurfti einnig að senda þjálfara með, er það hugsað sem námskeið fyrir þjálfarana í leiðinni.
Yfirleitt eru tvær æfingar á dag, lengri æfing um morguninn uppí 2000 metra hæð en seinniparts æfing á Val di Fiemme keppnissvæðinu sem er mun lægra niðri. Mikið er verið að vinna með grunntækni fyrstu dagana en fer í sérhæfðari æfingar þegar líður á. Einnig verður kennsla í að "preppa" skíðin (bera áburð undir) frá atvinnumönnum í þeirri grein. Á hverju kvöldi eru svo þjálfarafundir þar sem farið er yfir daginn og prógram morgundagsins.
Þátttakendur frá Íslandi:
Albert Jónsson - Iðkandi
Kristrún Guðnadóttir - Iðkandi
Steven Gromatka - Þjálfari
Hér að neðan er hægt að sjá nokkrar myndir frá fyrstu æfingadögunum, en frábært veður hefur verið hjá hópnum frá því þau mættu á staðinn.