Fimm sjálfboðaliðum til margra ára hjá skíðadeild Umf. Tindastóls voru veittar heiðursviðurkenningar á þingi Skíðasambandsins á Sauðárkróki.
Þau eru:
Sigurður Bjarni Rafnsson hefur verið starfandi formaður Skíðadeildar Tindastóls frá árinu 2008 og er hann en að. Hann hefur komið að þjálfun og verið mjög virkur í allri starfsemi deildarinnar og verið duglegur að tala fyrir og ýta á eftir allri uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Tindastól. Hann á stóran þátt í því að efri lyftan og töfra teppið og síðan en ekki síst skíðaskálinn var byggður einnig var lagt bundið slitlag á veginn upp eftir í formannatíð hans.
Magnús Hafsteinn Hinriksson þetta er einfaldlega maðurinn sem kann ekki að segja nei og er ávallt boðin og búin til að bjarga hlutunum. Hann hefur aðstoða okkur á svo margan hátt komið að þjálfun og verið virkur í öllu starfi með okkur. Hann var einn af þeim mönnum sem komu að því að reisa lyfturnar í Tindastóli og að sjálfsöðu allt gert í sjálfboðavinnu.
Helga Daníelsdóttir hefur verið í stjórn skíðadeildar Tindastóls frá árinu 2012 og verið lengst að sem gjaldkeri. Hún hefur stjórnað foreldrafélaginu og verið með skíðaþjálfun og skíðakennslu á sýnum herðum mörg undanfarin ár. Hún er ein af þeim sem er alltaf fyrst til að bjóða sig fram ef það þarf að vinna einhver verkefni. Hún er alltaf tilbúin að aðstoða, leiðbeina eða bara hvað sem hún er beðin um. það er algjörlega ómetanlegt öll þau störf sem hún hefur unnið fyrir skíðahreyfinguna undanfarin.
Hildur Haraldsdóttir hefur verið í stjórn skíðadeild Tindastóls í mörg ár og lengst af sem ritari. Hildur er ósérhlífin og ein af þeim sem er boðin og búinn til að leggja mikið á sig til að láta hlutina ganga. Hún hefur verið í lykill hlutverki í unglinga og foreldra ráði undafarin ár og haldið vel udanum starfið. Eins og sjá má þá gengur hún í hvaða verk sem er og því þingritari á þessu þingi.
Sigurður Hauksson hann var einn af okkar bestu skíðamönnum landsinns og nú er hann einn af bestu troðara mönnum landsins og að eiginn sögn skemmtilegasti og myndarlegasti staðahaldarinn í Evrópu! Hann á stóran þátt í að gjörbreyta og bætta aðstöðuna í Tindastól. Hann hefur komið að því að hanna nýjar skíðaleiðir. Hann er umsjónarmaður með að koma upp og klára nýja skíðaskálann. Sigurður brennur fyrir það að stórauka og betrun bæta alla aðstöðu fyrir skíða og bretta iðkendur. Hann hefur verið staðarhaldari og þjálfari undanfarin ár. Sigurður hefur setið í stjórn skíðasvæða á íslandi.