Fimm luku FIS dómaranámskeiði á snjóbrettum

T.v. Aðalsteinn Valdimarsson formaður Snjóbrettanefndar, Ásgeir Bjarni Eyþórsson, Ásgeir Örn Jóhanns…
T.v. Aðalsteinn Valdimarsson formaður Snjóbrettanefndar, Ásgeir Bjarni Eyþórsson, Ásgeir Örn Jóhannsson, Unnur Sólveig Jónsdóttir, Bjartur Snær Jónsson, Reynar Hlynsson, ásamt Iztok Sumatic leiðbeinanda námskeiðsins.

Fimm einstaklingar luku C-réttindanámskeiði FIS í snjóbrettum sem haldið var 9. og 10. nóvember sl. í Laugardal í Reykjavík.

Að sögn Iztok Sumatic, sem var leiðbeinandi á þessu námskeiði, luku þau öll námskeiðinu með miklum ágætum. Farið var yfir þætti er lúta að dómgæslu hvað þar liggur að baki, hvað liggur að baki ákvarðana við mat í dómum, greina og meta tækni og erfiðleika í stökkum ásamt því að geta lagt mat á erfiðleikastig.

Iztok Sumatic er reyndur mótshaldari, dómari á alþjóðlegum mótum m.a. Ólympíuleikum og leiðbeinandi á fjölmörgum FIS námskeiðum. Hann er jafnframt formaður Brettasambands Slóveníu.