Fimm einstaklingar luku C-réttindanámskeiði FIS í snjóbrettum sem haldið var 9. og 10. nóvember sl. í Laugardal í Reykjavík.
Að sögn Iztok Sumatic, sem var leiðbeinandi á þessu námskeiði, luku þau öll námskeiðinu með miklum ágætum. Farið var yfir þætti er lúta að dómgæslu hvað þar liggur að baki, hvað liggur að baki ákvarðana við mat í dómum, greina og meta tækni og erfiðleika í stökkum ásamt því að geta lagt mat á erfiðleikastig.
Iztok Sumatic er reyndur mótshaldari, dómari á alþjóðlegum mótum m.a. Ólympíuleikum og leiðbeinandi á fjölmörgum FIS námskeiðum. Hann er jafnframt formaður Brettasambands Slóveníu.