EYOF 2019 - Úrslit dagsins

Fanney Rún og Kolfinna Íris, keppendur í skíðagöngu, ásamt þjálfurum
Fanney Rún og Kolfinna Íris, keppendur í skíðagöngu, ásamt þjálfurum

Setning á EYOF fór fram í gær og keppni hófst í dag. Allar þrjár greinarnar kepptu í dag og má sjá úrslitin hér að neðan.

Alpagreinar - Svig stúlkna
Guðfinna Eir Þorleifsdóttir lauk ekki keppni í seinni ferð.

Öll úrslit má sjá hér.

Skíðaganga - 7,5 / 10 km hefðbundin aðferð
Stúlkur
63.sæti - Kolfinna Íris Rúnarsdóttir 292.92 FIS stig
66.sæti - Fanney Rún Stefánsdóttir 328.70 FIS stig

Drengir
65.sæti - Jakob Daníelsson 259.59 FIS stig
68.sæti - Egill Bjarna Gíslason 270.78 FIS stig

Öll úrslit má sjá hér.

Snjóbretti - Undankeppni í brettastíl (slopestyle)
Riðill 1
1.sæti - Baldur Vilhelmsson 89.67 stig
16.sæti - Kolbeinn Þór Finnsson 49.00 stig

Riðill 2
14.sæti - Bjarki Arnarsson 50.00 stig
15.sæti - Birkir Þór Arason 48.67 stig

Þrjú efstu sætin gefa sæti beint í úrslitum og sæti 4-12 gefa sæti í undanúrslitum. Baldur komst því beint í úrslitin sem fara fram á morgun.

Öll úrslit má sjá hér.