Nú eru að hefjast á Ítalíu European Youth Olimpic Festival 2023. Skíðasamband Íslands sendir átta keppendur í alpagreinum, fimm í skíðagöngu og fjóra í snjóbrettum á leikana sem verða settir 21. janúar og standa til 28. janúar. Íslenski hóppurinn kom til Ítalíu 18. janúar og var allur mættur á æfingar daginn eftir. Keppt verður á þremur mismunandi stöðum eftir greinum. Þeir sem keppa á leikunum eru:
Snjóbretti:
Júlíetta Iðunn Tómasdóttir og Alís Helga Daðadóttir
Reynar Hlynsson og Ari Eyland Gíslason
Skíðaganga:
Birta María Vilhjálmsdóttir og Sigríður Dóra Guðmundsdóttir
Ástmar Helgi Kristinsson, Grétar Smári Samúelsson og Fróði Hymer
Alpagreinar:
Þórdís Helga Grétarsdóttir, Esther Ösp Birkisdóttir, Sonja Lí Kristinsdóttir og Eyrún Erla Gestsdóttir
Torfi Jóhann Sveinsson, Stefán Gíslason, Bjarni Þór Hauksson og Matthías Kristinsson
Hægt er að fylgjast með á heimasíðu leikanna hér eyof2023.it. Einnig er hægt að skoða úrslit í skíðagöngu hér, úrslit í alpagreinum hér og úrslit í snjóbrettum hér
Það eru þjálfarar í hæfileikamótun SKÍ sem fylgja keppendunum þeir Jökull Elí Borg, Fjalar Úlfarsson, Egill Ingi Jónsson og Þorsteinn Hymer. Þeim til aðstoðar eru Lillí Marie Ofstad og Dagbjartur Halldórsson. Það eru síðan fararstjórar, sjúkraþjálfarar og annað starfsfólk frá ÍSÍ með í förinni.
Skíðasambandið óskar öllum keppendum góðs gengis á leikunum.