Erla Ásgeirsdóttir gefur ekki kost á sér í landsliðið

Erla Ásgeirsdóttir hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í landslið Íslands í alpagreinum fyrir komandi vetur. Mikill óvissa var búin að ríkja með áframhald Erlu og bætist hún því á listann yfir landsliðsmenn sem við sjáum ekki næsta vetur í landsliðinu. En í vor tilkynnti Einar Kristinn Kristgeirsson og Magnús Finnsson að þeir myndu ekki gefa kost á sér í landslið alpagreina.

"Ég, Erla Ásgeirsdóttir, skíðakona í Breiðabliki hef ákveðið að gefa ekki kost á mér í landslið Íslands í alpagreinum fyrir tímabilið 2015/2016 og er á leið í nám í HR. En ég mun stunda skíðin áfram næsta tímabil á Íslandi eins og mögulegt er með skóla og keppa á skíðamótum hér heima og erlendis ef skólinn leyfir.
Ég þakka öllum þeim sem hafa styrkt mig undanfarin ár svo ég gæti stundað mína íþrótt af alúð og kostgæfni og það eitt að hafa komist til Sochi í Rússland á Vetrar Ólympíuleika er ég þakklat fyrir. Einnig tvennir heimsleikar fullorðinna og þrennir heimsleikar unglinga ásamt mörgum erfiðum en skemmtilegu verkefnum með frábærum liðsfélögum sem studdu hvern annan alltaf.
Ég vill einnig þakka Skíðasambandi Íslands fyrir góðan stuðning síðustu árin þrátt fyrir erfiðar aðstæður og erfitt fjárhagslegt umhverfi tel ég að allt hafi verið gert eins fagmennlega og mögulegt var."

Skíðakveðja
Erla Ásgeirsdóttir