Í dag fóru fram undankeppnir á HM í skíðagöngu sem fram fer í Lahti í Finnlandi. Elsa Guðrún Jónsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði undakeppnina og það með yfirburðum. Í upphafi móts var Elsa Guðrún með áttundu bestu punktastöðuna inní undankeppnina og því leit út fyrir að það yrði hörku keppni um að komast í topp 10. Altt frá upphafi gekk Elsa Guðrún frábærlega og að lokum sigraði hún með rúmlega 20 sekúndum og er því komin í aðalkeppnirnar. Fyrir mótið fær Elsa Guðrún 126.83 FIS punkta sem eru hennar bestu á ferlinum.
Hjá körlum kepptu þeir Albert Jónsson, Byrnjar Leó Kristinsson og Sævar Birgisson. Enginn af þeim varð á meðal topp 10 og því komst enginn þeirra áfram. Sævar var framan af framarlega en endaði að lokum í 13.sæti. Albert Jónsson var að keppa á sínu fyrsta heimsmeistaramóti og endaði í 18.sæti og Brynjar Leó Kristinsson endaði í 23.sæti.
Öll úrslit má sjá hér.
Á morgun verður keppt í sprettgöngu og hefst keppni kl.15 að staðartíma. Elsa Guðrún ræsir númer 67, Sævar nr. 89, Albert nr. 107 og Brynjar Leó nr. 114.
Rank | Bib | FIS Code | Name | Year | Nation | Time | Behind | FIS Points |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | 26 | 3255002 | JONSDOTTIR Elsa-Gudrun | 1986 | ISL | 15:23.9 | 126.83 | |
2 | 28 | 3095087 | OKORO Nansi | 1999 | BUL | 15:44.0 | +20.1 | 144.23 |
3 | 32 | 3045074 | PAUL Katerina | 1996 | AUS | 15:58.1 | +34.2 | 156.44 |
4 | 34 | 3725008 | CHINBAT Otgontsetseg | 1991 | MGL | 16:04.4 | +40.5 | 161.90 |
5 | 31 | 3385037 | SKENDER Gabrijela | 1999 | CRO | 16:18.6 | +54.7 | 174.19 |
6 | 23 | 3555030 | AUZINA Kitija | 1996 | LAT | 16:18.8 | +54.9 | 174.37 |
7 | 27 | 3745008 | GALSTYAN Katya | 1993 | ARM | 16:21.7 | +57.8 | 176.88 |
8 | 30 | 3235029 | NTANOU Maria | 1990 | GRE | 16:47.1 | +1:23.2 | 198.87 |
9 | 35 | 3725014 | ARIUNSANAA Enkhtuul | 1996 | MGL | 16:47.5 | +1:23.6 | 199.22 |
10 | 25 | 3095088 | EMILOVA Vanesa | 2000 | BUL | 16:52.9 | +1:29.0 | 203.89 |