Vildis Edwinsdóttir sigraði bæði í „Slopestyle“ og „Big Air“ á alþjóðlegu (FIS) brettamóti sem fram fór í Hlíðarfjalli 15. og 16. apríl sl. Í karlaflokki sigraði Ari Eyland Gíslason í „Slope style“ og Reynar Hlynsson í „Big Air“. Þau urðu jafnframt Íslandsmeistarar í sínum greinum.
Einnig var keppt í yngri aldursflokkum og var góð þátttaka þar mjög góð og aðstæður mjög góðar alla helgina. SKA hélt sérstaka keppni „Bordercross“ sem aukagrein á mótinu, sem einnig heppnaðist mjög vel.
Úrslit alþjóðlega hluta mótsins má sjá hér.
Heildarúrslit allra flokka má sjá hér.