Í gær fór fram 20 km skiptiganga á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu sem fram fer í Þrándheimi.
Landsliðsmaðurinn okkar Dagur Benediktsson var með rásnúmer 69 af 99 keppendum sem störtuðu, en hann var eini Íslendingurinn sem tók þátt í göngunni. Dagur byrjaði mjög vel og átti góða göngu sem skilaði honum 71. sæti af 85 sem kláruðu keppni. Þrettán keppendur fengu ekki að klára keppni þar sem þeir voru hringaðir í brautinni.
Dagur sagði að það hefði gengið vel og sérstakega fyrri helminginn og að hann hafi verið með góð skíði.
Næst á dagskrá hjá okkar fólki er 10 km með hefðbundinni aðferð á þriðjudaginn 4. mars þar sem þrír Íslendingar taka þátt, Dagur Bendeiktsson, Fróði Hymer og Ástmar Helgi Kristinsson.