Dagur Benediktsson úr SFÍ og María Kristín Ólafsdóttir úr Ulli urðu Íslandsmeistarar í dag þegar keppt var í 15 km með frjálsri aðferð á Skíðamóti Íslands í Hlíðarfjalli í dag.
Dagur varð því þrefaldur Íslandsmeistari og María Kristín tvöfaldur Íslandsmeistari í fullorðinsflokki.
Það var frábært veður á Akureyri og allar aðstæður til fyrirmyndar í Hlíðarfjalli á lokadegi mótsins í dag.
Dagur kom í mark á tímanum 00:50:44.5 en Snorri Eyþór Einarsson úr SFÍ sem varð annar kom á tímanum 00:51:05.3. Þriðji varð Einar Árni Gíslason úr SKA á tímanum 00:52:46.6.
Karin Björlinger kom fyrst kvenna í mark á tímanum 00:55:23.1, en það var María Kristín Ólafsdóttir úr Ulli sem nældi í Íslandsmeistaratitilinn á tímanum 01:11:12.6 og í öðru sæti varð Sigríður Dóra Guðmundsóttir , einnig úr Ulli, á tímanum 01:17:44.4. Þess má geta að landsliðskonan Kristrún Guðnadóttir þurfti að hætta keppni vegna meiðsla.
Einnig var keppt í 3.5 km göngu í flokki 13-14 ára, 5 km göngu í flokki 15-16 ára og 15 km í flokki 17-18 ára og 19 ára.
Sjá öll úrlsit hér
Skíðasambandið Óskar Íslandsmeisturum og öðrum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn.