Dagur og Einar Árni með sterka göngu í Gålå í Noregi

Landsliðsmaðurinn okkar í skíðagöngu Dagur Benediktsson úr SFÍ og Einar Árni Gíslason úr SKA taka þátt í Scandinavian Cup í Gålå í Noregi um helgina. 

Í dag tóku þeir þátt í 10 km með hefðbundinni aðferð og endaði Dagur í 66. sæti og Einar Árni í 149. sæti af 173 keppendum sem hófu keppni. 

Dagur var aðeins +1:51.2 mín á eftir sigurveigaranum Håvard Moseby frá Noregi og Einar Árni +4:05.7 min á eftir. Dagur fékk 78.46 FIS stig fyrir mótið sem hans besti árangur í Scandinavian Cup og ekki langt frá hans besta móti og Einar fékk 149.17 FIS stig sem er lang besti árangur hans á mótum erlendis.

Sjá úrslit hér

Skíðasambandið óskar þeim til hamingju með flottan árangur.