Dagur, Fróði og Ástmar keppa í 10 km með hefðbundinni aðferð á morgun

Á morgun verður keppt í 10 km með hefðibundinni aðferð á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu sem fram fer í Þrándheimi í Noregi. 

Ísland mun eiga þrjá keppendur í göngunni, landsliðsmennina Dag Benediktsson úr SFÍ og Fróða Hymer úr Ulli og einni Ástmar Helga Kristinsson úr SFÍ en hann vann sér inn þátttökurétt þegar hann endaði í 6. sæti í undankeppninni sem fram fór 27. febrúar. 

Dagur er með rásnúmer 51, Fróði 93 og Ástmar Helgi 108. Þeir eru allir spenntir fyrir göngunni enda búnir að leggja inn alla vinnuna og formið hefur bara verið upp á við síðustu vikurnar. Það rigndi í dag og hefur verið hlýtt síðustu daga þannig að það má búast við þungu og blautu færi en smurningsmenn liðsins eru mjög reynslumiklir og hafa skíðin verið í topp standi hingað til á mótinu. Það verður spennandi að fylgjast með þeim á morgun en gangan er sýnd í beinni útsendingu á RÚV og byrjar kl.12:00 á íslenskum tíma en einnig er hægt að horfa á hana á FIS TV hér