Dagur Benediktsson tók þátt í 50 km göngu á HM í dag

Í dag fór fram 50 km ganga karla með frjálsri aðferð á heimsmeistaramótinu í Þrándheimi og er það jafnfram síðasta greinin á mótinu og hafa nú karlarnir lokið keppni. Heimsmeistarmótinu líkur svo á morgun með 50 km göngu kvenna með frjálsri aðferð. 

Ísland átti einn keppenda í dag, Dag Benediktsson úr Skíðafélagi Ísafjarðar. Dagur var með rásnúmer 59, en það var hópstar í göngunni sem þýðir að allir fara af stað á sama tíma. Dagur endaði í 53. sæti +19:48.8 mín á eftir sigurveigaranum Johannes Høsflot Klæbo sem gekk á tímanum 1:57:47.1 og vann þar með sjöttu gullverðlaunin sína af sex mögulegum á mótinu.

Dagur átti frábæra göngu og var mjög sáttur með daginn. Hann sagði að það hefði gengið ótrúlega vel í erfiðum aðstæðum þar sem það var mjög mjúkt og blautt færi. 

Við erum stolt af okkar manni og líka þeim sem hafa nú þegar haldið heim á leið og segjum nú skilið við HM í Skíðagöngu í Þrándheimi. 

Það verður síðan spennandi að fylgjast með öllu okkar besta fólki á Skíðagöngumóti Íslands sem fram fer á Akureyri dagana 3.-6. apríl.