Um helgina fór fram alþjóðlegt FIS mót í skíðagöngu í Östersund, Svíþjóð. Tveir landsliðsmenn voru meðal þátttakenda, Albert Jónsson og Dagur Benediktsson. Á laugardag var keppt í 1,4 km C sprettgöngu og á sunnudag í 15 km F göngu.
Dagur Bendiktsson átti virkilega flottar göngur og bætti sig í báðum greinum. Í sprettgöngunni á laugardag var hann í 54.sæti og fékk 158.60 FIS stig en á heimslista er hann með 167.39 FIS stig. Í 15 km göngunni á sunnudag var hann í 64.sæti og fékk 118.95 FIS stig en á heimslista í lengri vegalengdum er hann með 124.52 FIS stig.
Albert Jónsson var aðeins frá sinni heimslistastöðu en hann endaði í 82.sæti í sprettgöngunni og 76.sæti í 15 km göngunni.
Öll úrslit frá Östersund má sjá hér.