Dagur Benediktsson heldur áfram að gera góða hluti á FIS móti í Meråker í Noregi.
Fimmtudaginn 28/3 var keppt 1,6 km sprettgöngu mep frjálsri aðferð og náði Dagur þar frábærum úrslitum og kom í mark í 2. sæti. Í undanrásunum náði Dagur 8. besta tímanum og hlaut hann fyrir það 215.24 FIS stig.
Miðvikudaginn 27/3 var keppt í 15 km göngu með hefðbundinni aðferð á þessu sama móti, og hafnaði Dagur þar í 5. sæti.
Fyrir þann fína árangur hlaut hann 131.13 FIS stig, sem er góð bæting á heimslista í lengri vegalengdum.