Celsus sem er umboðsaðili EVY sólarvarnarinnar á Íslandi hefur gert samstarfssamning við Skíðasamband Íslands til næstu tveggja ára.
„Við erum afar ánægð með þetta frumkvæði og þessa faglegu sýn hjá Skíðasambandi Íslands,“ segir Anna Björg Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Celsus, sem selur EVY á Íslandi. „Við erum ánægð með að Skíðasambandið skuli átta sig á þessum mikilvægu gæðum vörunnar nú á þeim tímum þegar útbreiðsla húðkrabbameins er orðin svo mikil og há UVA-vörn er afar mikilvæg þeim sem eru lengi í sól því alvarleg skaðsemi útfjólubláu A-geislanna gerir engan greinarmun á hitastigi, það gildir einu hvort þú ert að erfiða í snjó og kulda eða að stikna á ströndinni.“
„Þessi samstarfssamningur um notkun á EVY sólarvörninni skiptir okkur máli því landsliðsfólkið okkar er meira eða minna úti við allann ársins hring við æfingar og keppni og þarf því á öflugri og endingagóðri sólarvörn að halda. Þess utan hefur það sýnt sig að skíðamenn stunda mikla útivist þegar þeir eru ekki á skíðum,“ segir Jón Viðar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skíðasambands Íslands.
EVY inniheldur bæði háa vörn gegn UVA- og UVB-geislum. Þeir síðarnefndu valda sólbruna og bendir Anna á að það geri þá augljósari þar sem fólk verði vart við að það hafi sólbrunnið, þó ekki í golu og vindi og oftast of seint. „UVA-geislar berast til dæmis inn um gluggarúður og afleiðingin er meðal annars sú að húðkrabbamein hjá flugmönnum hefur aukist mikið,“ segir Anna. Snjór endurkastar allt að 85% af sólargeislunum, þess vegna er oft margt brennt skíðafólk á sólardögum.
EVY byggir á einkaleyfisskráðri formúlu. Grunnformúlan myndar rakafyllta verndandi vörn sem líkir eftir og styrkir náttúrulegar varnir húðarinnar og bindur raka í húðinni jafnvel við erfiðustu aðstæður, uppi á jöklum, í frosti, í söltum sjó sem dæmi. Vörnin leggst í hornlag húðarinnar í stað þess að leggjast á yfirborðið eins og algengast er. Þess vegna nuddast vörnin ekki af og þolir sund, sjó, leik og íþróttir, enginn glans eða klístur. Rannsóknir sýna allt að 6 tíma vörn gegn UVA- og UVB-geislum. EVY verndar líka gegn hita, vindi og þurrk af klór, saltvatni og húðertandi áreiti.
Notkun EVY breiðist nú út á meðal skíðamanna, ræðara, pólfara og annarra ofurhuga sem reyna á mátt sinn úti í náttúrunni. Hins vegar er æskilegt að allt útivistarfólk noti EVY til að vernda sig gegn skaðlegum geislum, til dæmis fjallgöngufólk og áhugaskíðamenn í skíðaferðalögum.
Ítarlegar og afar gagnlegar upplýsingar um EVY sólarvörnina má finna hér.