Á morgun keppir Brynjar Leó Kristinsson í heimsbikar í Ulricehamn í Svíþjóð. Mun hann taka þátt í 15 km göngu með frjálsri aðferð. Undanfarnar vikur hefur Brynjar verið að glíma við veikindi en er núna kominn til baka út þeim og undirbúningur fyrir þetta mót hefur gengið vel.
Allar upplýsingar um mótið er hægt að sjá hér. Hægt verður að sjá lifandi tímatöku en einnig verða fjölmargar sjónvarpsstöðvar með beinar útsendingar frá mótinu, t.d. SVT, NRK og Eurosport. Keppni hefst kl. 13:00 á morgun.