Brynar Leó Kristinsson, A-landsliðsmaður í skíðagöngu, hóf keppnisveturinn í dag í Beitostoelen. Í sumar réð Skíðasambandið nýjan landsliðsþjálfara í skíðagöngu, Jostein H. Vinjerui og hefur Brynjar verið að æfa undir hans leiðsögn síðan.
Í dag keppti Brynjar í 15km göngu með frjálsri aðferð en var nokkuð frá sínum bestu punktum, en hann endaði í 129.sæti og hlaut 153.74 FIS punkta. Brynjar Leó er með 108.24 FIS punkta á lista í dag. Úrslit úr mótinu má sjá hér.
Þess má geta að mótið var gríðarlega sterkt og því um óhagstætt mót að ræða gagnvart punktum. Sigurvegarinn var Martin Johnsrud Sundby en hann er í 3.sæti á heimslista og vann tvö heimsbikarmót síðasta vetur. Í 4.sæti var svo Petter Jr. Northug sem vann til fjögurra gullverðlauna á HM í Falun 2015.