Stjórn Skíðasambandsins hefur samþykkt að ráða Brynju Þorsteinsdóttur í starf afreksstjóra sambandsins.
Brynja býr yfir margþættri reynslu og menntun sem nýtist henni starfi. Hún hefur sinnt viðburðastjórnun innan íþróttahreyfingarinnar og víðar. Hún hefur sinnt skíðaþjálfun og er með menntun á því sviði líka. Brynja er auk þess með próf í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði. Brynja var á sínum yngri árum afrekskona á skíðum og keppti m.a. fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Nagano í Japan árið 1998 á HM í Vail í Colorado í Bandaríkjunum árið 1999.
Brynja tekur formlega til starfa 1. ágúst nk. en fram að þeim tíma mun hún sinna starfstengdum verkefnum. Netfang Brynju er brynja@ski.is