Bjarni Þór með silfur á alþjóðlegu svigmóti

Landsliðsstrákarnir í alpagreinum voru að keppa á alþjóðlegum mótum í dag. 

Bjarni Þór Hauksson var að keppa ásamt fleiri Íslendingum á alþjóðlegu svigmóti í Geilo í Noregi og gerði hann sér lítið fyrir og nældi í annað sætið +0.90 sek á eftir sigurveigaranum Mathias Hoeiby frá Noregi og gerði 29.67 FIS punkta.

Sjá úrslit hér 

Gauti Guðmundsson, Sturla Snær Snorrason, Jón Erik Sigurðsson og Tobias Hansen tóku þátt í alþjóðlegu svigmóti í Lackenhof í Austurríki. Gauti var með 11. besta tímann í fyrri ferðinni en tók annan besta tímann í seinni ferðinni og endaði í 4. sæti aðeins +0.35 sek á eftir sigurveigaranum Rafael Zangerl frá Austurríki og fékk 28.07 FIS punkta. Jón Erik endaði í 11. sæti +0.98 sek á eftir, en hann var með 4. besta tímann í seinni ferðinni og fékk 32.78 FIS punkta. Sturla Snær og Tobias náðu ekki að klára seinni ferðina.

Sjá úrslit hér  

Skíðasambandið óskar þeim til hamingju með árangurinn.