Í morgun fór fram stórsvig karla á heimsmeistaramóti unglinga sem fram fer í Tarvisio á Ítalíu.
Ísland átti þrjá keppendur, þá Bjarna Þór Hauksson úr Víking, Jón Erik Sigurðsson úr Fram og Pétur Reidar Pétursson úr KR.
Jón Erik var með rásnúmer 49 og var í 49. sæti eftir fyrri ferðina, Bjarni Þór var með rásnúmer 64 og var í 46. sæti eftir fyrri ferðina en Pétur Reidar fór á innra skíðið í einni beygjunni og náði ekki að ljúka keppni. Bæði Bjarni Þór og Jón Erik áttu mun betri seinni ferð og Bjarni Þór endaði í 36. sæti og Jón Erik í 39. sæti.
Á morgun fer fram svig kvenna á heimsmeistaramóti unglinga þar sem Sonja Lí Kristinsdóttir úr SKA mun taka þátt með rásnúmer 81.
Hægt að horfa í beinni á FIS TV hér og á Youtube hér