Bjarni Þór Hauksson sigraði svigmót á Ítalíu í dag

Landsliðsmennirnir okkar Bjarni Þór Hauksson úr Víkingi og Jón Erik Sigurðsson úr Fram þók þátt í alþjóðlegu svigmóti í Folgaríu á Ítalíu í dag. 

Bjarni Þór var með annan besta tímann eftir fyrri ferðina og Jón Erik þann ellefta. Í seinni ferðinni tók Bjarni Þór hinsvegar brautartímann sem gaf honum gullið og Jón Erik annan besta tímann sem dugði honum til að næla í silfrið. 

Sjá úrslit hér: FIS | Alpine Skiing Results - Folgaria (ITA) 2024/2025

Þess má geta að þetta er áttunda mótið í röð sem Jón Erik endar á palli.

Virkilega vel gert hjá okkar mönnum og óskar Skíðasambandið þeim til hamingju með árangurinn.