Dagana 13. -16. mars fóru fram nokkur alþjóðleg mót í svigi og stórsvigi í Geilo í Noregi og voru nokkrir Íslendingar sem tóku þátt.
Einn þeirra var landsliðsmaðurinn okkar Bjarni Þór Hauksson úr Víking. Hann nældi í silfur í svigi á fimmtudaginn og gerði 29.67 FIS punkta og síðan tók hann brons í svigi á föstudaginn þegar hann var +1.38 sek á eftir sigurveigaranum Mathias Hoeiby frá Noregi og gerði 34.06 FIS punkta.
Á laugardaginn keppti hann í stórsvigi og endaði í 11. sæti, +2.11 á eftir sigurveigaranum Hannes Amman frá Þýskalandi. Á sunnudaginn var aftur keppt í stórsvigi og þá náði Bjarni Þór 6. sætinu, +1.04 sek á eftir sigurveigaranum Ola Polmar frá Noregi. Fyrir mótið fékk Bjarni 33.11 FIS punkta sem eru bestu stórsvigspunktar hans á ferlinum.
Skíðasambandið óskar Bjarna Þór til hamingju með árangurinn.