Bjarki Guðmundsson, B-landsliðsmaður í alpagreinum, bætti sig í stórsvigi á alþjóðlegum FIS mótum í Geilo, Noregi.
Á siðustu sjö dögum tók Bjarki þátt í sjö mótum í Geilo og Ål í Noregi. Haldin voru fjögur svigmót og þrjú stórsvigsmót. Því miður náði Bjarki ekki að klára svigmótin en náði í tvö góð úrslit í stórsvigi. Gerði hann 87.82 og 88.35 FIS stig og er það mikil bæting á heimslista en áður var hann með 128.48 FIS stig í stórsvigi.